Innlent

At­vinnu­leysi 2,3 prósent í apríl og hækkun launa­vísi­tölu 1,6 prósent

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fólk í miðbæ Reykjavíkur.
Fólk í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi var 2,3 prósent í apríl og dróst saman um 0,8 prósent á milli mánaða. Atvinnuleysi var 2,7 prósent á meðal karla og 1,8 prósent á meðal kvenna. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,9 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 79 prósent.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en tölurnar byggja á árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.

Launavísitalan hækkaði um 1,6 prósent í apríl og á sama tíma hækkaði vísitala grunnlauna um 1,3 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,5 prósent og vísitala grunnlauna um 9,1 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×