Jenner og Bieber með nýtt áhugamál

Kendall Jenner og Hailey Bieber leyna á sér.
Kendall Jenner og Hailey Bieber leyna á sér. Samsett mynd

Fyr­ir mörg okk­ar er nýtt ár gott til­efni til að til­einka sér nýja hluti, nýja hegðun og nýja hæfi­leika. Fyr­ir­sæt­an og raun­veru­leika­stjarn­an, Kendall Jenner, virðist hafa tekið upp nýtt og spenn­andi áhuga­mál á fyrsta mánuði árs­ins ásamt góðvin­konu sinni Hailey Bie­ber. 

Á sunnu­dag birtu stöll­urn­ar mynd­skeið á In­sta­gram þar sem þær sýndu afrakst­ur vinnu sinn­ar og nýja kunn­áttu, en þær skelltu sér á nám­skeið í leir­muna­gerð og bjuggu í sam­ein­ingu til fal­leg­an vasa.

Jenner og Bie­ber féllust í faðma yfir sköp­un­ar­verki sínu, með vas­ann á milli sínu, og sköpuðu þá nýtt lista­verk með líköm­um sín­um. Stöll­urn­ar skemmtu sér vel og hlógu dátt meðan á þessu stóð. 

Jenner og Bie­ber hafa þekkst í fjölda­mörg ár en þær kynnt­ust á frum­sýn­ingu Hung­ur­leik­anna (e. The Hun­ger Games) árið 2012. 

Fallegi vasinn.
Fal­legi vasinn. Skjá­skot/​In­sta­gram
Eintóm gleði.
Ein­tóm gleði. Skjá­skot/​In­sta­gram
Kraminn vasi.
Kram­inn vasi. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú kemst á snoðir um leyndarmál, sem best er að ekki sé hreyft við. Aðrir sjá mann oft greinilegar en maður sér sjálfan sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú kemst á snoðir um leyndarmál, sem best er að ekki sé hreyft við. Aðrir sjá mann oft greinilegar en maður sér sjálfan sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar