Fyrir mörg okkar er nýtt ár gott tilefni til að tileinka sér nýja hluti, nýja hegðun og nýja hæfileika. Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan, Kendall Jenner, virðist hafa tekið upp nýtt og spennandi áhugamál á fyrsta mánuði ársins ásamt góðvinkonu sinni Hailey Bieber.
Á sunnudag birtu stöllurnar myndskeið á Instagram þar sem þær sýndu afrakstur vinnu sinnar og nýja kunnáttu, en þær skelltu sér á námskeið í leirmunagerð og bjuggu í sameiningu til fallegan vasa.
Jenner og Bieber féllust í faðma yfir sköpunarverki sínu, með vasann á milli sínu, og sköpuðu þá nýtt listaverk með líkömum sínum. Stöllurnar skemmtu sér vel og hlógu dátt meðan á þessu stóð.
Jenner og Bieber hafa þekkst í fjöldamörg ár en þær kynntust á frumsýningu Hungurleikanna (e. The Hunger Games) árið 2012.