Jenner og Bieber með nýtt áhugamál

Kendall Jenner og Hailey Bieber leyna á sér.
Kendall Jenner og Hailey Bieber leyna á sér. Samsett mynd

Fyr­ir mörg okk­ar er nýtt ár gott til­efni til að til­einka sér nýja hluti, nýja hegðun og nýja hæfi­leika. Fyr­ir­sæt­an og raun­veru­leika­stjarn­an, Kendall Jenner, virðist hafa tekið upp nýtt og spenn­andi áhuga­mál á fyrsta mánuði árs­ins ásamt góðvin­konu sinni Hailey Bie­ber. 

Á sunnu­dag birtu stöll­urn­ar mynd­skeið á In­sta­gram þar sem þær sýndu afrakst­ur vinnu sinn­ar og nýja kunn­áttu, en þær skelltu sér á nám­skeið í leir­muna­gerð og bjuggu í sam­ein­ingu til fal­leg­an vasa.

Jenner og Bie­ber féllust í faðma yfir sköp­un­ar­verki sínu, með vas­ann á milli sínu, og sköpuðu þá nýtt lista­verk með líköm­um sín­um. Stöll­urn­ar skemmtu sér vel og hlógu dátt meðan á þessu stóð. 

Jenner og Bie­ber hafa þekkst í fjölda­mörg ár en þær kynnt­ust á frum­sýn­ingu Hung­ur­leik­anna (e. The Hun­ger Games) árið 2012. 

Fallegi vasinn.
Fal­legi vasinn. Skjá­skot/​In­sta­gram
Eintóm gleði.
Ein­tóm gleði. Skjá­skot/​In­sta­gram
Kraminn vasi.
Kram­inn vasi. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú leggur saman tvo og tvo en útkoman er ekki fjórir. Ekki skella skollaeyrum við því sem þú veist að er rétt og hjálpar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú leggur saman tvo og tvo en útkoman er ekki fjórir. Ekki skella skollaeyrum við því sem þú veist að er rétt og hjálpar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar