Fótbolti

Vill mikið meira en tvo milljarða fyrir stjörnu­fram­herjann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jonas Wind í landsleik gegn Austurríki í síðasta mánuði.
Jonas Wind í landsleik gegn Austurríki í síðasta mánuði. Ulrik Pedersen/Getty

Peter Christiansen, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá FCK í Danmörku, ætlar ekki að selja danska stjörnuframherjann Jonas Wind á neinni brunaútsölu.

Jonas Wind er orðinn fastamaður í danska landsliðinu 22 ára og hefur gert það ansi gott með FCK í danska boltanum og vakið mikla athygli.

Peter „PC“ Christiansen var gestur í þættinum Købmændenes Klub á Discovery sjónvarpsstöðinni í Danmörku þar sem hann ræddi meðal annars um Jonas Wind.

Þar var hann spurður hvort að hann myndi taka tilboði upp á hundrað milljónir danskra króna fyrir Wind, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna.

„Mér finnst að við ættum að fá mikið meira. Ég vil ekki sitja hér og segja hvað við viljum fá fyrir hann en mér finnst við ættum að fá mikið meira,“ sagði PC.

Wind er samningsbundinn FCK til sumarsins 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×