Íslendingalið sett í sóttkví

Axel Óskar Andrésson er leikmaður Viking.
Axel Óskar Andrésson er leikmaður Viking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmenn norska knattspyrnuliðsins Viking frá Stavanger hafa verið settir í sóttkví eftir að einn leikmanna liðsins, Veton Berisha, greindist með kórónuveiruna.

Norska knattspyrnusambandið skýrði frá þessu fyrir stundu en fyrir vikið verður næstu tveimur leikjum Viking í úrvalsdeildinni frestað. Liðið átti að mæta Odd á sunnudaginn kemur, 18. október, og Haugesund viku síðar.

Axel Óskar Andrésson, leikmaður 21-árs landsliðsins sem var með því í Lúxemborg í gær, leikur með Viking og þá er félagið nýbúið að semja við Samúel Kára Friðjónsson sem er kominn til Stavanger  frá Paderborn í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert