Mun meiri kvika en áður hefur sést á svæðinu

Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suð-suðausturs að …
Horft úr norðri yfir Sundhnúkagígaröðina, sem liggur til suð-suðausturs að Grindavík. Stóra-Skógfell, Sýlingafell og Þorbjörn, í röð frá botni myndar, hægra megin við miðju. Ljósmynd/Siggi Anton

Magn þeirr­ar kviku sem nú er á hreyf­ingu, í kviku­gangi sem ligg­ur frá Sund­hnúkagíg­um og í átt að Grinda­vík, er um­tals­vert meira en sést hef­ur í stærstu inn­skot­un­um sem orðið hafa í tengsl­um við eld­gos­in við Fagra­dals­fjall.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Veður­stof­unn­ar.

Lík­ur eru á að kviku­gang­ur hafi teygt sig und­ir Grinda­vík­ur­bæ, eins og mbl.is hef­ur þegar greint frá.

Mikl­ar breyt­ing­ar á virkn­inni

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að mikl­ar breyt­ing­ar hafi orðið á skjálfta­virkn­inni og af­lög­un jarðskorp­unn­ar nú síðla dags og að skjálfta­virkn­in hafi færst suður í átt að Grinda­vík­ur­bæ.

Kenn­ing­in um kviku­gang und­ir bæn­um er reist á þessu og einnig á niður­stöðum úr GPS-mæl­ing­um.

„Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um ná­kvæm­lega hvort og hvar kvika geti náð til yf­ir­borðs. Vís­bend­ing­ar eru um að tals­vert magn kviku sé á hreyf­ingu á svæði sem ligg­ur frá Sund­hnúkagíg­um í norðri í átt að Grinda­vík,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Magn kviku sem um ræðir er um­tals­vert meira en sést hef­ur í stærstu kvikuinn­skot­un­um sem urðu í tengsl­um við eld­gos­in við Fagra­dals­fjall. Verið er að afla frek­ari gagna til að reikna líkön sem gefa ná­kvæm­ari mynd af kviku­gang­in­um. Á þess­ari stundu er ekki hægt að segja til um hvenær þeirri vinnu lýk­ur.“

mbl.is fylg­ist áfram með þess­ari hröðu at­b­urðarás:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert