Biskupskjöri lýkur á hádegi á morgun

Guðrún Karls Helgudóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson.
Guðrún Karls Helgudóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson. Samsett mynd

Það styttist í að í ljós komi hver verði næsti biskup Íslands, en síðari umferð kosninganna hófst á hádegi síðasta fimmtudag og lýkur á morgun um hádegi. Þar sem kosningin er rafræn er gert ráð fyrir að úrslit liggi fyrir fljótlega eftir hádegið, þó kjörstjórn hafi sólarhring til að fara yfir kosninguna.

Þarf meirihluta atkvæða

Valið stendur á milli séra Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju og séra Guðrúnar Karls Helgudóttur sóknarprests í Grafarvogskirkju. Þau hlutu bæði flest atkvæði í fyrri hluta kosninganna, en samkvæmt reglum um biskupskjör verður biskup að hafa meirihlutafylgi. Hvorki Guðmundur Karl né Guðrún náðu því í fyrri umferðinni, þó Guðrún hafi verið nálægt markinu með 45,97%, en Guðmundur Karl var með tæplega 30% í þeirri umferð. Vegna kröfunnar um meirihlutafylgi var efnt til annarrar umferðar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert