Glæsilegt mark Lilju í Portúgal

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir í leik U16 ára liðsins gegn Sviss …
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir í leik U16 ára liðsins gegn Sviss fyrr á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu, U16 ára, tapaði naumlega gegn Portúgal í fyrsta leik sínum á UEFA-móti í Portúgal í dag, 2:1.

Mörkin þrjú komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Lilja Björk Unnarsdóttir úr ÍA skoraði þá mark Íslands og jafnaði, 1:1, með glæsilegu skoti af 20 metra færi.

Ísland mætir Spáni á laugardaginn og Austurríki á þriðjudaginn en Spánn vann leik þeirra á mótinu í gær, 4:0.

Lið Íslands.

Sjá má leikinn á TV-síðu KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert