Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Coviðspyrnan hélt upp á „Ivermectin daginn“ og undirbýr framboð

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an und­ir for­ystu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar, for­manns Frjáls­hyggju­fé­lags­ins safn­að­ist við Al­þingi og hvatti til notk­un­ar lyfs­ins Iver­mect­in. Ný­lega komu í ljós stór­ir ágall­ar á þekkt­ustu rann­sókn­inni sem sýna átti fram á kosti lyfs­ins.

Coviðspyrnan hélt upp á „Ivermectin daginn“ og undirbýr framboð
Jóhannes Loftsson Formaður Frjálshyggjufélagsins segir framboð í tengslum við hópinn Coviðspyrnuna vera í bígerð. Myndin er frá mótmælum hópsins frá því í október 2020. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fólk tengt hópnum Coviðspyrnan, sem hefur staðið fyrir samkomum og umræðu á samfélagsmiðlum um sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar, undirbýr framboð til Alþingis. Hópurinn safnaðist fyrir utan Alþingi á laugardag og hvatti til notkunar lyfsins Ivermectin gegn Covid-19, sem rannsóknir hafa ekki sýnt hvort nýtist gegn sjúkdómnum eða ekki.

Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, hefur farið fyrir hópnum með greinaskrifum og skipulagningu. Stundin hefur áður fjallað um erindi sem Jóhannes flutti á fundi félagsins í desember 2019 þar sem hann sagði bráðnun jökla á Íslandi ekki vera af mannavöldum. Fundurinn var í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, sem hefur eins og Frjálshyggjufélagið verið sögulega tengt mörgum af helstu hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins. Á meðal annarra ræðumanna voru Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, sem flutti erindið „Er pönkið dautt? Listamenn í rétttrúnaðarfangelsi“.

Nú undirbýr Jóhannes hins vegar framboð undir öðrum formerkjum. „Mikill kraftur er kominn í frelsislaugardaginn nú eftir að við fórum að undirbúa framboð og mesti fjöldi mætti fram að þessu,“ skrifaði hann til kynningar viðburðinum. „Ekki veitir af því þjóðin verður að fara að vakna.“

„Eina leiðin til þess að það sé hlustað á okkur er að stofna stjórnmálaafl“

Kröfur hópsins hafa hingað til verið að yfirvöld láti af takmörkunum sínum á samkomum og starfsemi vegna faraldursins. Einnig hafa heyrst kröfur eins og „nei við prófum“ og „nei við bóluefni“, auk þess sem meðlimir hópsins hvetja til þess að lyfið Ivermectin verði leyft gegn Covid-19. Viðburðurinn var enda haldinn á því sem kallað er „Alþjóðlegur Ivermectin dagur“.

Undirbúningur stjórnmálaafls á vegum hópsins er í bígerð og hefur verið haldinn fundur þess efnis. „Eina leiðin til þess að það sé hlustað á okkur er að stofna stjórnmálaafl,“ sagði Jóhannes í ræðu á útifundinum á laugardag. „Það er merkilegt að RÚV vill ekki hleypa okkur í þáttinn sinn eða nokkuð fjalla um okkur, þannig að við erum með kosningaloforð um að útvarpsgjaldið verði í valdi hvers manns.“

Rannsókn á Ivermectin reyndist fölsk

Undanfarið ár hefur stuðningur við notkun lyfsins Ivermectin gegn Covid-19 verið áberandi á samfélagsmiðlum og því verið hampað af áhrifavöldum af hægri væng stjórnmálanna. Lyfið hefur verið notað gegn sníkjudýrum og lúsasmiti og er virkni þess að því leytinu til þekkt og studd af rannsóknum. Virkni þess gegn Covid-19 hefur hins vegar veikan vísindalegan grunn og vara bæði lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO gegn því að nota lyfið í þeim tilgangi, enda sé það ekki veirulyf.

Viðburður CoviðspyrnunnarTugir komu saman fyrir framan Alþingi á laugardag og hópurinn undirbýr nú þingframboð.

The Guardian greindi nýverið frá því að ein helsta rannsóknin á notkun Ivermectin gegn Covid-19 hafi verið fjarlægð af vefnum sem birti hana vegna siðferðislegra ágalla. Rannsóknin var framkvæmd í egypskum háskóla, birt í nóvember og sögð vera svokölluð slembd klínísk tilraun (e. randomized controlled trial) með notkun viðmiðunarhópa. Niðurstaða rannsóknarinnar var að þeir sem veiktust af Covid-19 og fengu Ivermectin snemma gegn sjúkdómnum hafi hlotið góðan bata og það hafi verið 90 prósent lægri dánartíðni hjá þeim sem fengu Ivermectin en viðmiðunarhópnum.

Í mánuðinum var greinin hins vegar fjarlægð þegar í ljós kom að stór hluti hennar var falsaður og byggði á texta úr hinum og þessum fréttatilkynningum og af vefsíðum um Ivermectin sem breytt hafði verið handahófskennt. Undirliggjandi gögn hafi síðan ekki stemmt við niðurstöðu greinarinnar, þar sem aldur þátttakanda var rangt skráður, flestir sjúklinganna sem létust hafi verið látnir áður en rannsóknin hófst og fjöldi þeirra sem fengu Ivermectin og létust hafi verið hærri í gögnunum en í texta greinarinnar.

Þingmaður varar við snákaolíusölumönnum

Aðrar rannsóknir á Ivermectin eru nú í framkvæmd og eins og áður segir er ekkert staðfest um hvort eða hvernig lyfið gæti gagnast í baráttunni við Covid-19.

„Snákaolíusölumennirnir eru hins vegar afgerandi með svona sögur“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifaði um frétt The Guardian á Facebook sinni á dögunum. „Nú hef ég sem þingmaður fengið þó nokkra tölvupósta um þetta mál og tekið þátt í þó nokkrum umræðum á netinu,“ skrifar hann. „Það hefur verið mjög erfitt að fá fólk í þessum umræðum til þess að treysta vísindalega ferlinu - líklega af því að það er bara ekki nægilega hratt og afgerandi fyrir tilfinningar fólks. Snákaolíusölumennirnir eru hins vegar afgerandi með svona sögur og það er lykillinn að því að þekkja þá innan vísindanna. Ég vona að fólk læri af þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár