Spá að verðbólgan lækki í mars

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Spá bankans til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og mælist enn yfir 8% þegar sumarið kemur.

Þetta kemur fram í Hagsjá bankans. 

Kom á óvart

Fram kemur, að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 1,39% milli mánaða í febrúar og jókst ársverðbólgan úr 9,9% í 10,2%.

„Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur í yfirstandandi verðbólgukúfi og hún hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Við áttum von á lækkun verðbólgu úr 9,9% í 9,6% og kom þessi mæling okkur því mjög á óvart. Verðbólgan virðist vera orðin almennari en það sem helst vó til hækkunar í febrúar voru matvörur, föt og skór og húsgögn og heimilisbúnaður,“ segir í Hagsjánni. 

Sex liðir sem hafa mest áhrif

Þá spáir bankinn að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi sú spá eftir muni ársverðbólgan lækka úr 10,2% í 9,8%. 

„Að þessu sinni eru það sex undirliðir sem munu hafa mest áhrif á gangi spá okkar eftir: Matarkarfan, föt og skór, reiknuð húsaleiga, annað vegna húsnæðis, flugfargjöld til útlanda og liðurinn aðrar vörur og þjónusta. Verða þeir liðir allir til hækkunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka