Endurgerði atriði úr Dune 2 á íslensku

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráherra færði Viðari Má Friðjónssyni …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráherra færði Viðari Má Friðjónssyni verðlaunin. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hinn 15 ára gamli Hafnfirðingur, Viðar Már Friðjónsson, hlaut á dögunum fyrstu verðlaun í efniskeppni „vandamálaráðuneytisins“. Hann endurgerði og íslenskaði atriði úr kvikmyndinni Dune 2 og hlaut í verðlaun 300 þúsund krónur. 

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að alls bárust 160 innsendingar í efniskeppnina sem var skipulögð af nýja „ráðuneytinu“ í vetur. Fólk var hvatt til þess að senda inn fjölbreytt efni fyrir samfélagsmiðla á íslensku. 

Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið stóðu að verkefninu. 

Ætlar að nota peningana í þáttagerð

Viðar Már er þrátt fyrir ungan aldur búin að framleiða þrjár bíómyndir ásamt vinum sínum, sú fyrsta var sýnd í Bæjarbíói í Hafnafirði, sú næsta á Youtube og stefna þeir félagar á að koma þeirri þriðju einnig í sýningu í Bæjarbíói.

„Við vinir erum að gera þætti núna. Ætli ég noti ekki eitthvað af peningunum í það verkefni og setji svo eitthvað inn á bankabók,” er haft eftir Viðari Má sem mætti ásamt foreldrum sínum að taka á móti verðlaunafénu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráherra færði Viðari blóm að tilefninu og hvatti hann til dáða bæði í framleiðslu á efni á íslensku og í kvikmyndagerð.

„Það er nákvæmlega þessi framkvæmdagleði og útsjónarsemi sem kemur ungu fólki áfram og lætur drauma rætast. Viðar Már er frábær innblástur fyrir okkur öll og pakkar uppáhaldskvikmyndaatriðinu sínu inn í íslenska umgjörð, bæði með orðum og umhverfi. Ég efast ekki um að hann er rétt að byrja sína vegferð í kvikmyndagerð og fagna því að hún sé á íslensku,“ er haft eftir Lilju Dögg í tilkynningunni. 

Dómnefnd vandamálaráðuneytisins að þessu sinni skipuðu:
Rakel Tómasdóttur, hönnuð og listakonu
Sögu Garðarsdóttur, leikkonu og handritshöfundi
Birnu Rún Einarsdóttur, leikkonu og samfélagsmiðlastjörnu
Ágúst Beinteini Einarssyni, tónlistamanni og umboðsmanni

Hægt er að horfa á myndskeið Viðars Más hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav