Sakfelldur fyrir landráð – ætlaði að myrða drottninguna

Lásboginn var hlaðinn og öryggið var ekki á honum er …
Lásboginn var hlaðinn og öryggið var ekki á honum er hann var handlagður af lögreglu eftir að Chail var handtekinn. Samsett mynd

Karlmaður sem braust inn á lokað svæði fyrir utan Windsor-kastala í London í Bretlandi á jóladag árið 2021 játaði sök fyrir dómstóli í dag, en hann var ákærður fyrir landráð. Maðurinn var vopnaður lásboga og sagðist ætla að myrða Elísabetu II. Bretadrottningu. 

Hann er fyrsti maðurinn í Bretlandi sem er sakfelldur fyrir landráð síðan árið 1981 en hann hefur einnig játað sekt sína fyrir líflátshótanir og fyrir vopnalagabrot. BBC segir frá.

„Ég er hér til þess að drepa drottninguna“

Maður­inn heit­ir Jasw­ant Singh Chail og er frá þorpinu Norður Baddesley nálægt Sout­hampt­on í Englandi.

Hann var handtekinn á jóladagsmorgun árið 2021 af lögreglumanni í gæslu drottningar þegar drottningin var í Windsor-kastala vegna kórónuveirufaraldursins.

Chail hafði þegar verið í tvær klukkustundir vopnaður lásboga á lokuðu svæði fyrir utan kastalann þegar lögreglumaðurinn kom auga á Chail og spurði hvort hann gæti aðstoðað hann.

„Ég er hér til þess að drepa drottninguna,“ svaraði Chail þá og handtók lögreglumaðurinn hann þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert