Tók bifreið móður sinnar í leyfisleysi

mbl.is/Eggert

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt tengdust helst bifreiðum. Þannig var 16 ára ökumaður stöðvaður af lögreglu í austurbænum en aðilinn reyndist hafa tekið bifreið móður sinnar í leyfisleysi. Hann á von á kæru fyrir að aka án ökuréttinda.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Annar þeirra reyndist jafnframt vera sviptur ökuréttindum. Skráningarmerki bifreiðar hans voru fjarlægð þar sem bifreið var ótryggð. Þá fundust fíkniefni á ökumanni og farþega bifreiðarinnar.

Skorið var á dekk á einni bifreið í Breiðholti og einni bifreið í Hafnarfirði. Ekki er vitað með geranda/gerendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert