Guðni Th. sæmdi Bjarna stórkrossinum

Bjarni og Guðni. Mynd úr safni.
Bjarni og Guðni. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

For­seti Íslands sæmdi í lok síðasta árs Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra stór­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir embætt­is­störf, en Bjarni var for­sæt­is­ráðherra árið 2017.

Þetta má sjá á lista yfir orðuhafa á vef for­seta Íslands.

Hefð er fyr­ir því að for­sæt­is­ráðherr­ar séu sæmd­ir stór­kross­in­um, en ekki hafa all­ir fengið eða þegið þá heiður­sviður­kenn­ingu.

Nafnið sett á vef­inn eft­ir fyr­ir­spurn

Bjarni var sæmd­ur orðunni þann 22. des­em­ber 2023 fyr­ir embætt­is­störf en til­kynn­ing þess efn­is rataði ekki á vef embætt­is­ins fyrr en núna í janú­ar. 

Fjöl­miðlar voru ekki látn­ir vita þegar Bjarni var sæmd­ur orðunni.

Vilj­inn grein­ir fyrst frá.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Vilj­ans að nafn Bjarna Bene­dikts­son­ar hafi hvergi komið fram á lista for­set­ans yfir orðuhafa á vefsíðunni, en að það hafi breyst í kjöl­far fyr­ir­spurn­ar Vilj­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert