fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

EM-treyja Úkraínu vekur reiði meðal Rússa

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 7. júní 2021 11:00

Treyjan sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

EM í fótbolta hefst 11. júní næstkomandi en Ísland er ekki meðal þátttakenda eftir tap gegn Ungverjalandi í umspilsleik.

Úkraína komst inn á mótið en treyja þeirra hefur vakið mikla athygli, þá sérstaklega í Rússlandi en Rússar eru alls ekki sáttir með treyjuna. BBC greinir frá.

Á treyjunni má sjá kort af Úkraínu og eru svæði á kortinu sem Rússar segja að tilheyri sér, til dæmis Krímskagi. Einnig má finna slagorð sem hrópuð voru í mótmælum gegn Viktor Yanukovych, fyrrum forseta Úkraínu, en hann var mikill vinur Rússlands.

Rússar hernumu Krímskaga árið 2014 í kjölfar byltingar í Úkraínu. Innrásin er sögð brjóta verulega marga friðarsamninga sem löndin eru bæði hluti af. Sameinuðu Þjóðirnar viðurkenna ekki Krímskaga sem hluti af Rússlandi.

Þingmenn Rússlands hafa talað opinberlega gegn treyjunni og segir einn að hún sé mjög óviðeigandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússa segir kortið vera blekkingu.

Úr kynningarmyndbandi Úkraínu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Í gær

Pabbi leikmannsins ekki hrifinn af stöðunni í London – ,,Snýst um peninga“

Pabbi leikmannsins ekki hrifinn af stöðunni í London – ,,Snýst um peninga“
433Sport
Í gær

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga

Sá síðasti sem þú bjóst við í þessu hlutverki: Er óvænt aðdáandi og ákvað að slá til – Sjáðu myndbandið sem gladdi marga