Undrast aðgerðir gegn einu fyrirtæki á flutningamarkaði

Aðgerðir Eflingar ná til ökumanna Samskipa.
Aðgerðir Eflingar ná til ökumanna Samskipa. Ljósmynd/Aðsend

Verkfallsboðun stéttarfélagsins Eflingar, sem samþykkt var á fundi þess í gær, nær til aksturs flutningabifreiða sem gerðar eru út frá höfuðstöðvum Samskipa í Reykjavík. Frá þessu greina Samskip í fréttatilkynningu.

„Forsvarsmenn Samskipa vonast til þess að ekki komi til verkfalls en undrast það að Efling skuli beina aðgerðum sínum að einungis einu fyrirtæki á flutningamarkaði. Atkvæðagreiðsla um verkfallið hefst á hádegi næstkomandi föstudag og stendur til klukkan 18:00 á þriðjudag,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Segir þar enn fremur að vinnustöðvun hefjist á hádegi 15. febrúar verði boðun verkfallanna samþykkt. Hjá fyrirtækinu sé nú unnið að því að draga úr áhrifum þessa á þjónustuna komi til verkfalls.

„Kjaraviðræður við Eflingu eru í höndum SA og munu forsvarsmenn Samskipa ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu,“ segir þar að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert