Arnór að snúa aftur til Norrköping?

Arnór Sigurðsson í landsleik gegn Ísrael.
Arnór Sigurðsson í landsleik gegn Ísrael. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, gæti gengið í raðir Norrköping í Svíþjóð. Hann sló í gegn með liðinu frá 2017 til 2018 og var í kjölfarið keyptur til rússneska félagsins CSKA Moskvu.

Norrköpings Tidningar greinir frá að félagið hafi mikinn áhuga á að Arnór aftur til félagsins.

Arnóri er frjálst að semja við félög utan Rússlands, þrátt fyrir að hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum við CSKA, vegna reglna FIFA eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Skagamaðurinn er enn dýrasti leikmaðurinn sem Norrköping hefur selt en CSKA greiddi um fjórar milljónir evra fyrir miðjumanninn. Hann hefur skorað tvö mörk í 21 A-landsleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert