fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Chelsea er enskur meistari – Sigur gegn Dagnýju dugði City ekki

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 15:50

Leikmenn Chelsea fagna í dag. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tryggði sér titilinn í ensku Ofurdeildinni í dag með því að bursta Reading. Allir leikir lokaumferðar deildarinnar fóru fram á sama tíma fyrr í dag. Dagný Brynjarsdóttir lék með West Ham í tapi gegn Manchester City. Þá féll Bristol City niður um deild.

Fyrir umferðina í dag var Chelsea með 2 stiga forskot á Man City. Það var aldrei neitt annað inni í myndinni en að titillinn færi til Chelsea. Þær unnu 5-0 sigur á Reading.

Man City þurfti að vinna sinn leik gegn West Ham og treysta á að Chelsea myndi tapa ef þær ætluðu sér titilinn. Þær gerðu sitt, unnu 0-1, en það dugði ekki til. Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Þær enda í níunda sæti af tólf liðum deildarinnar.

Bristol City féll niðu um deild. Þær töpuðu 3-1 gegn Brighton í lokaumferðinni. Aðeins eitt lið fellur úr deildinni.

Arsenal fer, ásamt City og Chelsea, í Meistaradeildina. Þær gerðu markalaust jafntefli við Aston Villa í dag en ljóst var fyrir leik að þær næðu síðasta Meistaradeildarsætinu.

Lokastaðan

  1. Chelsea – 57 stig
  2. Man City – 55 stig
  3. Arsenal – 48 stig
  4. Man Utd – 47 stig
  5. Everton – 32 stig
  6. Brighton – 27 stig
  7. Reading – 24 stig
  8. Tottenham – 20 stig
  9. West Ham – 15 stig
  10. Birmingham – 15 stig
  11. Aston Villa – 15 stig
  12. Bristol City – 12 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?