Sport

Ísland í 9. sætinu eftir fyrri daginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski hópurinn.
Íslenski hópurinn. mynd/fri

Ísland er í neðsta sæti 2. deildar eftir fyrri daginn á Evrópubikar landsliða í frjálsum íþróttum sem fer fram í Búlgaríu um helgina.

Ísland komst upp í 2. deildina eftir sigur í 3. deildinni fyrir tveimur árum en níu lið tóku þátt í dag.

Keppt er í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki. Hvert land sendir einn keppenda í hverja grein og fást tólf stig fyrir fyrsta sætið, ellefu stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli.

Þrjú lið komast upp um deild og keppa þá í 1. deildinni eftir tvö ár en fyrri keppnisdagur var í dag og sá síðari er á morgun.

Ísland er með 58 stig í níunda sætinu en Ísrael, Austurríki og Rússland tóku ekki þátt. Úrslit úr öllum greinum dagsins má sjá hér.

Íslenska liðið er með 58 stig en Króatía er í áttunda sætinu með 89,50 og Lettland í sjöunda með 93,50.

Á toppnum eru Ungverjar með 138,50 stig og Danir eru í öðru sætinu með 133. Í þriðja sætinu eru Slóvenar með 110,50 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×