Hópsýking í Stykkishólmi

Stykkishólmur.
Stykkishólmur. Kort/Map.is

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið að færast í aukana á Vesturlandi. Þar eru nú 11 með staðfest smit og í einangrun.  Á fundi viðbragðsteymis Stykkishólmsbæjar með sóttvarnayfirvöldum í gær var ákveðið að grípa til varúðarráðstafana vegna fjölgunar smita í Stykkishólmi.

Þetta kemur fram á vef bæjarins. 

Þar segir að nú sé séu sjö skráðir í einangrun í Stykkishólmi, þ.e. með greind COVID-19 smit, en einn af þeim mun vera í einangrun í Reykjavík.

„Allir þessir einstaklingar tengjast og hafa umgengist hóp af fólki. Alls voru 18 einstaklingar í sóttkví í Stykkishólmi í gær, en hluti þeirra hafa nú þegar útskrifast. Í ljósi fjölgunar smita í Stykkishólmi er hins vegar búist er við töluverðri fjölgun einstaklinga í sóttkví í dag. Einnig er aukin skimun nú í undirbúningi,“ segir í frétt á vef Stykkishólmsbæjar sem var birt gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert