Kallaður úr fyrstu deildinni í landsliðshóp Norður-Makedóníu

Kostadin Petrov í leik Þórs gegn Selfossi á föstudaginn.
Kostadin Petrov í leik Þórs gegn Selfossi á föstudaginn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kostadin Petrov, línumaður Þórs frá Akureyri hefur verið kallaður inn til æfinga með landsliðshópi Norður Makedóníu fyrir heimsmeistaramótið í janúar.

Petrov hefur leikið virkilega vel í bæði vörn og sókn fyrir Þórsliðið sem hefur þó ekki staðið undir væntingum það sem af er vetri. Stevce Alusovski stýrði liðinu fyrstu leikina en var svo látinn fara á dögunum en bræðurnir Geir Kristinn og Sigurpáll Árni Aðalsteinssynir tóku við liðinu og voru á hliðarlínunni í sigri á ungmennaliði Selfoss á föstudaginn.

Þrátt fyrir að hafa verið valinn í æfingahópinn er ekkert öruggt að Petrov verði í lokahóp Norður Makedóníu á HM. Það verður þó virkilega fróðlegt að sjá hvort hann verði valinn en talið er að það sé nokkuð líklegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert