fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. október 2021 14:00

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið eru ekki með skýr viðmið um kostnað vegna hvers hraðprófs og PCR-prófs sem framkvæmd hafa verið á vegum hins opinbera. DV sendi fyrirspurn á ráðuneytið til að spyrja um kostnað vegna hraðprófa annars vegar og hins vegar PCR-prófanna. Ekki er að sjá á svörum ráðuneytisins að það taki sérstaklega saman útgjöld hins opinbera vegna skimunaráætlunar ríkisins, en ljóst er að kostnaðurinn hleypur á milljónum hvern dag.

Ráðuneytið segir að kostnaðurinn sé mismunandi. „Það ræðst m.a. af tegundum, gæðum og magni innkaupa, þ.e. verði frá birgjum. Kostnaður af framkvæmd við töku prófa er breytilegur og skiptir þar miklu hve mörg próf eru tekin á hverjum tíma.“

Í svari var vísað til reglugerðar heilbrigðisráðherra frá því í júní þar sem kveðið var á um að ef einstaklingar uppfylli ekki skilyrði faglegra fyrirmæla landlæknis skuli hann greiða 7 þúsund krónur fyrir PCR-próf eða 4 þúsund krónur fyrir hraðpróf á vegum heilsugæslu. Það svarar þó ekki spurningunni um kostnað við eitt hraðpróf eða eitt PCR-próf.

Í svarinu er þó tekið fram að þessar fjárhæðir sem fram koma í reglugerð – 7.000 fyrir PCR-próf og 4.000 fyrir hraðpróf – eigi að dekka allan kostnað við sýnatöku og próf samkvæmt kostnaðarmati. Hins vegar megi ætla að einkennasýnatökur, sem eru notendum að kostnaðarlausu, kosti hið opinbera nokkuð minna þar sem vist hagræði fylgi umfangi slíkra prófanna.

Um þrjú þúsund sýni eru nú tekin á hverjum degi, og má því gera ráð fyrir því að kostnaður ríkisins vegna skimunar á vegum heilsugæslu og spítala nemi á annan tug milljóna á hverjum degi.

DV spurði einnig hvað ráðuneytið hafi greitt til heilsugæslu og sjúkrahúsa vegna PCR– og hraðprófa síðan 1. mars 2020.

Því gat ráðuneytið heldur ekki svarað og vísaði til þess að slík próf séu talin liður í lögbundinni starfsemi heilbrigðisstofnana sem séu fjármagnaðar með fjárlögum ár hvert og með sérstökum framlögum fjáraukalaga eftir atvikum.

„Aukin útgjöld hins opinbera vegna Covid-19 birtast t.a.m. í fjárlögum þessa árs og einnig í fjáraukalögum. Því er ekki um að ræða sérstakar greiðslur heilbrigðisráðuneytisins til heilsugæslu og Landspítala vegna PCR prófa/hraðprófa en miðað er við að heilbrigðisstofnanir haldi til haga þeim kostnaði sem fellur til sérstaklega vegna Covid-19.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki