Kjörin nýr forseti Ferðafélags Íslands

Breytingar. Anna Dóra Sæþórsdóttir nýr forseti Ferðafélags Íslands, og Ólafur …
Breytingar. Anna Dóra Sæþórsdóttir nýr forseti Ferðafélags Íslands, og Ólafur Örn Haraldsson sem nú lætur af embættinu eftir sautján ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Anna Dóra Sæþórsdóttir var kjörin nýr forseti Ferðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í kvöld. Hún tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, forseta til síðastliðinna sautján ára.

„Ég vil halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á vettvangi félagsins undir forsystu fráfarandi forseta. Þátttaka í félaginu hefur aldrei verið meiri né meiri aðsókn í ferðir. Þar á ég jafnt við erfiðar jökulgöngur og auðveldar skemmtiferðir,“ segir Anna Dóra sem er prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Anna Dóra hefur verið virkur þátttakandi í starfi FÍ frá barnsaldri. Fór mikið í ferðir með félaginu, þar sem foreldrar hennir voru virkir sem þáttakendur í ýmsu sjálfboðnu starfi

„Núna er ég nýkominn úr Ferðafélagsleiðangri um austurhluta Vatnajökuls,  næst á dagskrá eru það Lónsöræfi, svo ferðir að Langasjó og um Fjallabak,“ segir Anna Dóra sem er fyrsta konan til að gegna embætti formanns FÍ, sem á 94 ára sögu að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert