Fólk beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu

Tilkynningar um foktjón eru enn að berast lögreglu á Norðurlandi …
Tilkynningar um foktjón eru enn að berast lögreglu á Norðurlandi eystra. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrjátíu og níu mál komu inn á borð til lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. Þar af eru fjórtán mál sem varða foktjón, en tilkynningar um foktjón eru enn að berast, að því er fram kemur á facebooksíðu lögreglunnar.

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og óvissustig vegna úrkomu. Á Akureyri er enn töluverður vindur eftir nóttina og virðist vera að bæta vel í úrkomu.

Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu og huga að lausamunum.

Tveir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt, annar vegna gruns um heimilisofbeldi og hinn vegna hættulegrar líkamsárásar. Gert er ráð fyrir að þeim verði sleppt úr haldi eftir skýrslutökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert