Aftanákeyrsla á Hringbraut

Nokkuð var um tafir á Hringbraut vegna slyssins.
Nokkuð var um tafir á Hringbraut vegna slyssins. mbl.is/​Hari

Sjúkrabíll var kallaður á vettvang vegna aftanákeyrslu á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í miðbænum klukkan 14:40 í dag. 

Að sögn Kristjáns Sigfússonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var um minniháttar slys að ræða. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar með minniháttar meiðsli en aðrir sluppu óhultir. Þá var hægt að keyra öðrum bílnum af vettvangi en hinn var dreginn í burtu með krók.

Talsverðar tafir voru á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig á vettvangi en á meðan var einungis önnur akbrautin opin á Hringbraut. Nú er aftur á móti búið að opna fyrir þær báðar aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert