Ætlar að yfirgefa Chelsea í janúar

Olivier Giroud.
Olivier Giroud. AFP

Franski knatt­spyrnumaður­inn Oli­vier Giroud ætlar að yfirgefa herbúðir Chelsea í janúar nema hann byrji að fá meiri spiltíma en the Athletic segir frá þessu.

Chel­sea styrkti lið sitt veru­lega í sum­ar, keypti leik­menn fyr­ir rúm­ar 200 millj­ón­ir punda og hefur m.a. fengið til sín þýska fram­herj­ann Timo Werner. Giroud hefur fyrir vikið fengið lítið að spila, aðeins komið við sögu í þremur leikjum á tímabilinu.

Giroud er orðinn 34 ára og á á hættu að missa sæti sitt í franska landsliðinu og hefur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, rætt við framherjann og sagt honum að hann verði að spila meira með félagsliði sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert