Valur fór illa með ÍA

Arnór Smárason og Aron Bjarki Jósepsson
Arnór Smárason og Aron Bjarki Jósepsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur vann þægilegan 4:0 sigur á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda fyrr í kvöld. 

Mörk Vals skoruðu þeir Patrik Pedersen, Guðmundur Andri Tryggvason og Tryggvi Hrafn Haraldsson með tvö. 

Valur kemst í annað sæti deildarinnar með 13 stig eftir sigrinum í dag. ÍA er í áttunda sæti. 

Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur, liðin fengu lítið af færum fyrstu 20 mínúturnar og héldu Valsmenn að mestu boltanum.  

Gísli Laxdal Unnarsson komst í dauðafæri á 25. mínútu eftir undirbúning frá Kaj Leo en skot hans fór rétt yfir markið, Arnór Smárason fékk svipað gott færi á 33. mínútu en hann hitti boltann illa og færið rann út í sandinn.

Patrik Pederson kom svo Valsmönnum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir flotta sendingu frá Birki Má Sævarssyni, Pedersen átti hnitmiðað skot í nærhornið efra og Valur kominn í 1:0. 

Valur stjórnaði öllum seinni hálfleiknum. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði annað mark Vals á 62. mínútu eftir snjalla sendingu Arnórs Smárasonar, Tryggvi með opið mark fyrir framan sig og skýtur beint í miðjuna á markinu, 2:0!

Guðmundur Andri þrefaldaði forystu Vals aðeins þremur mínútum síðar eftir aðra snjalla sendingu frá Arnóri, 3:0 og sigur Vals orðinn nokkuð ljós. 

Tryggvi Hrafn skoraði sitt annað mark á 72. mínútu með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið, listivel gert og Valsmenn komnir í 4:0. 

Valur mætir Stjörnunni í næsta leik sínum í Garðabæ á mánudaginn kemur. ÍA fær KA í heimsókn á sunnudaginn. Nóg að gerast í boltanum!

Valur 4:0 ÍA opna loka
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur Vals ljós!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert