Djokovic hefur ráðið lögum og lofum á Wimbledon-mótinu undanfarin ár. Hinn 36 ára gamli Serbi þurfti hins vegar að sætta sig við silfur að þessu sinni þar sem hinn tvítugi Carlos Alcaraz kom sá og sigraði um helgina.
Skapið bar Djokovic ofurliði í þriðja setti leiksins en leikurinn Alcaraz vann einvígið í fimm settum. Hann grýtti spaðanum þá í stöngina sem heldur netinu uppi og skemmdi þar með spaðann sinn.
Atvikið kostar Djokovic eins og áður sagði rétt rúmlega eina milljón íslenskra króna. Dregst sú upphæð af þeirri upphæð sem Djokovic vann sér inn á mótinu en annað sætið á Wimbledon fær rétt rúmar 200 milljónir íslenskra króna í sinn vasa.