Ný tegund þráðlausra leikjaheyrnartóla

Heyrnatólin verða fyrstu sinnar tegundar frá leikjatölvuframleiðanda.
Heyrnatólin verða fyrstu sinnar tegundar frá leikjatölvuframleiðanda. Skjáskot/Playstation

Sony kynnti á kynningarfundi Playstation í gær nýja tegund þráðlausra leikjaheyrnartóla fyrir Playstation 5 tölvur sínar. Sony segir að nýju heyrnartólin komi á markað seinna á árinu og að notandinn muni njóta heyrnartólanna án þess að þurfa að hafa áhyggjur af lélegri tengingu við leikjatölvuna eða tap á hljóðgæðum. 

Sony vildi ekki gefa of miklar upplýsingar um heyrnartólin en það verður spennandi að sjá hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér því þetta er nýr og spennandi markaður, en vanalega fara leikjaheyrnartól yfir eyrun, eru þung og taka mikið pláss.

Þessi heyrnartól hafa hins vegar þá sérstöðu að þau fara inn í eyru, eru létt og þráðlaus og mögulegt er að tengja þau einnig við snjallsíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert