Framkonur upp að hlið Stjörnunnar

Hafdís Renötudóttir fór á kostum í dag.
Hafdís Renötudóttir fór á kostum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Fram vann sex marka heimasigur á KA/Þór, 30:24, í Olís-deild kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í dag. 

Framliðið komst snemma yfir í leiknum og jók aðeins forystu sína fyrstu mínúturnar. Er tíu mínútur voru liðnar af leiknum var Fram með fimm marka forystu, 7:2. 

Framarar komust mest átta mörkum yfir í fyrri hálfleik, 10:2, og héldu sex til átta marka forystu út hálfleikinn en hálfleikstölur voru 17:11, Fram í vil. 

Akureyringar minnkuðu muninn minnst í fjögur mörk, 19:23, í síðari hálfleik en nær komust þeir ekki. Fram sigldi á endanum þægilegum 30:24 sigri heim. 

Steinunn Björnsdóttir var markahæsti í liði Fram með sex mörk og þar á eftir komu Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir með fimm hvor. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var markahæst í liði Akureyringa, sem og í leiknum, með sjö mörk.

Hafdís Renötudóttir fór á kostum í marki Fram og varði 20 af þeim 44 skotum sem hún fékk á sig. 

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir - 6. Kristrún Steinþórsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir - 5. Tinna Valgerður Gísladóttir, Sara Katrín Gunnarsdóttir - 4. Hekla Rún Ámundadóttir - 3. Þórey Rósa Stefánsdóttir - 2. Erna Guðlaug Gunnarsdóttir - 1. 

Varin skot: Hafdís Renötudóttir - 20. 

Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir - 7. Nathalia Soares Baliana, Júlía Björnsdóttir - 4. Unnur Ómarsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir - 3. Hildur Lilja Jónsdóttir - 2. Ide Margrethe Ramussen - 1. 

Varin skot: Matea Lonac - 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert