Draga sig úr Evrópukeppni félagsliða

FH-ingar leika ekki í Evrópukeppni félagsliða eins og til stóð.
FH-ingar leika ekki í Evrópukeppni félagsliða eins og til stóð. mbl.is/Árni Sæberg

FH mun ekki leika í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik eins og til stóð en félagið hefur ákveðið að draga sig úr keppni.

Hafnfirðingar áttu að mæta Robe Zubri frá Tékklandi í 3. umferð keppninnar en fyrri viðureign liðanna átti að fara fram 12. desember í Kaplakrika og síðar viðureignin 19. desember í Tékklandi.

Handknattleiksdeild FH og HC Robe Zubri frá Tékklandi hafa undanfarna viku verið í daglegum samskiptum vegna fyrirhugaðra leikja liðanna í Evrópukeppninni í handknattleik,“ segir í yfirlýsingu FH-inga.

"Því miður hafa strangar sóttvarnarreglur á Íslandi undanfarna mánuði, æfinga og keppnisbann, og gríðarlegar kröfur yfirvalda á keppnislið sem koma til landsins, verið okkur íþyngjandi, og í raun gert okkur ókleift að leika á Íslandi.

Reglugerð á landamærum Íslands sem kveður á um sóttkví við heimkomu FH liðsins frá Tékklandi er einnig með þeim hætti að ótækt er að taka þátt.

Handknattleiksdeild FH hefur því neyðst til að draga lið sitt úr Evrópukeppninni,“ segir ennfremur í tilkynningu FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert