Ferðalangar fari varlega með gas og rafmagnstengingar

Eldur í hjólhýsi á Vesturlandvegi í gærkvöldi.
Eldur í hjólhýsi á Vesturlandvegi í gærkvöldi. Ljósmynd/Ari

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur biðlað til ferðalanga að fara varlega með gas og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kviknaði í tveimur hjólhýsum í gær. 

Fram kemur á Facebook-síðu slökkviliðsins að gærdagurinn hafi verið heldur rólegur. Slökkviliðið sinnti 84 sjúkraflutningum, þar af 14 forgangsverkefnum og 14 flutningum vegna Covid-19. 

Dælubílar hafi farið í alls þrjú útköll og voru tvö þeirra vegna áðurnefndra hjólhýsa sem bæði voru mannlaus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert