Tveimur leikjum frestað

Skallagrímur og Keflavík áttu að mætast á laugardaginn í úrvalsdeild …
Skallagrímur og Keflavík áttu að mætast á laugardaginn í úrvalsdeild kvenna en þeim leik hefur nú verið frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur frestað tveimur leikjum sem áttu að fara fram í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, á næstu dögum.

Þetta staðfesti Hannes S. Jónasson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.is í dag.

Skallagrímur og Keflavík áttu að mætast í Borgarnesi hinn 31. október næstkomandi og hefur þeim leik verið frestað, sem og leik Keflavíkur og Snæfells hinn 5. nóvember í Keflavík.

Öll þrjú liðin hafa getað æft undanfarnar vikur undir nánast engum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem lið utan höfuðborgarsvæðisins hafa bæði mátt æfa og keppa.

Í dag boðuðuð almannavarnar hertar sóttvarnareglur en ekki liggur ennþá að hvaða leyti reglurnar verða hertar. Það ætti að skýrast á morgun.

„Mótastjóri og mótanefnd funduðu áðan og það er búið að fresta þessum leikjum í ljósi ástandsins,“ sagði Hannes í samtali við Vísi.is.

„Það væri rosalega gott ef við fengjum að vita eitthvað. Það eru allir að bíða,“ bætti Hannes við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert