Viðskipti innlent

Davíð Lúther segir skilið við Sahara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Lúther Sigurðarson er hættur hjá Sahara.
Davíð Lúther Sigurðarson er hættur hjá Sahara.

Davíð Lúther Sigurðarson, einn stofnenda og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, er hættur störfum. Hann greinir frá tímamótunum á Facebook.

„Ferðalagi mínu í Sahara er nú lokið. Að stofna og reka þetta skemmtilega fyrirtæki með góðum vinum og samstarfsfólki var forréttindi enda ekki þessa hefðbunda auglýsingastofa, meira svona auglýsingastofan sem getur allt,“ segir Davíð Lúther.

Hann stofnaði fyrirtækið Silent árið 2009 sem rann saman við Sahara árið 2018. Hann segist skilja við stofuna afar stoltur og telur að auglýsingastofan muni halda áfram að vaxa.

„Magnað ævintýri undanfarin àr þar sem árleg ráðstefna, opnum útibús í Orlando, stofnun á skólanum SAHARA Academy og vöxtur á hverjum degi og margt fleira varð að veruleika enda mikill metnaður í eigendum og starfsfólki.“

Fram undan sé góð slökun fyrir sál og líkama enda lítið um það undanfarin ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×