Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Aganefnd FIFA skoðar hegðun fjögurra Úrúgvæja
Úrúgvæjum var heitt í hamsii.
Úrúgvæjum var heitt í hamsii.
Mynd: EPA
Aganefnd FIFA er byrjuð að skoða mögulega refsingu fyrir fótboltasamband Úrúgvæ og fjögurra leikmanna vegna hegðunar þeirra eftir leikinn gegn Gana.

Úrúgvæ vann Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að komast upp úr H-riðlinum.

Leikmenn Úrúgvæ veittust að dómaranum eftir leik en þeir voru ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu.

Jose Maria Gimenez, Edinson Cavani, Fernando Muslera og Diego Godin eru umræddir leikmenn. Olnbogi Gimenez rakst í hnakka starfsmanns FIFA í látunum eftir leik og Cavani hrinti VAR skjánum í jörðina.

Úrúgvæska sambandið gæti fengið refsingu fyrir hegðun leikmannana og þá er aganefndin einnig að skoða atvik hjá Serbum í tapinu gegn Sviss.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner