Ísland bætt eftirlit sitt með alifuglakjöti

mbl.is/Hari

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu þess efnis að Ísland hefur bætt eftirlit með alifuglakjöti, ásamt öðrum alifuglaafurðum til að tryggja matvælaöryggi.

Skýrslan kemur í kjölfar úttektar sem EFTA stóð fyrir árið 2022. Þar kom í ljós að Ísland hefði ekki innleitt matvælalöggjöf EES um framleiðslu á alifuglakjöti og afurðum þeirra að fullu. Þá leiddi skýrslan einnig í ljós að eftirlit stjórnvalda með framleiðslunni hafi verið ábótavant. Ýmsir gallar voru í eftirliti með heilbrigði lifandi fugla á leið til slátrunar og með sjúkdómseinkennum í fuglum eftir slátrun. Þetta leiddi til þess að alifuglakjöt sem taldist óhæft til manneldis fór í sölu.

Í ný birtri skýrslu kemst Eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brugðist við öllum þeim tillögum að úrbótum og hefur þar með bætt eftirlit með heilbrigði lifandi fugla á leið til slátrunar og með sjúkdómseinkennum í fuglum eftir slátrun.

Nánari upplýsingar um skýrsluna má finna á vef EFTA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert