Níu Íslendingar leikið með Göppingen

Geir Hallsteinsson heiðraður af FH fyrir síðustu jól.
Geir Hallsteinsson heiðraður af FH fyrir síðustu jól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þýska handknattleiksfélagið Frisch Auf Göppingen hefur komið nokkuð við sögu íslensks handbolta, ekki síst á árum áður.

Fyrsti íslenski atvinnumaðurinn gerðist einmitt leikmaður með Göppingen árið 1973 en það var FH-ingurinn Geir Hallsteinsson, einn besti handboltamaður sinnar kynslóðar á Íslandi, ef ekki sá besti. Hann er einn af níu Íslendingum sem hafa spilað með þessu þekkta þýska félagi.

Á næstu árum á eftir léku fjórir Íslendingar með Göppingen, þeir Ágúst Svavarsson, Gunnar Einarsson, sem síðar var lengi bæjarstjóri Garðabæjar, Ólafur Einarsson og Þorbergur Aðalsteinsson.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert