Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les kvöldfréttir.
Telma Lucinda Tómasson les kvöldfréttir. Stöð 2

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná niður verðbólgu að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Formaður Eflingar segir að lífi lágtekjufólks sé rústað með vaxtahækkunum á meðan stjórnvöld geri ekkert til að hemja neyslu þeirra auðugu. Við ræðum við Sólveigi Önnu og heyrum í fjármálaráðherra í beinni útsendingu.

Göngudeildum SÁÁ og meðferðarstöðinni í Vík verður lokað í sumar vegna fjárskorts – á sama tíma og fréttir berast af ópíóðafaraldri. Við ræðum við yfirlæknir Vogs sem segist ekkert hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra eftir að hann boðaði aukna fjárveitingu fyrir rúmum tveimur vikum.

Þá förum við yfir málflutning dagsins í Rauðagerðismálinu í Hæstarétti, heyrum í félagsfólki BSRB sem fjölmennti á bæjarstjórnarskrifstofur Reykjanesbæjar í morgun og verðum í beinni frá íbúafundi um uppbyggingu í Skerjafirði.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×