Ísland aldrei unnið Belgíu

Sverrir Ingi Ingason og Eden Hazard eigast við í leik …
Sverrir Ingi Ingason og Eden Hazard eigast við í leik liðanna í nóvember 2018 í Belgíu. AFP

Ísland tekur á móti Belgíu í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45.

Liðin hafa tólf sinnum mæst á knattspyrnuvellinum í gegnum tíðina og hefur íslenska liðinu aldrei tekist að vinna.

Belgar hafa alltaf fagnað sigri, nú síðast í Brussel þegar liðin mættust 8. september, þar sem Belgía vann 5:1-sigur eftir að hafa lent 1:0 undir snemma leiks.

Liðin léku einnig saman í 2. riðli Þjóðadeildarinnar árið 2018 og þá vann Belgía 3:0-sigur á Laugardalsvelli í september og 2:0-sigur ytra í nóvember.

Belgar eru í efsta sæti heimslistans og hafa í raun verið í efsta sætinu frá því árið 2018 eftir að hafa verið í fimmta sæti listans árið 2017.

Íslenska liðið hefur hins vegar fallið hratt á listanum frá því árið 2017 þegar liðið var í 22. sæti en í dag situr Ísland í 41. sæti heimslistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert