Fá styrk á skjön við lög

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata.
Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Ljósmynd/Píratar

Árlegum ríkisstyrk til stjórnmálaflokka var úthlutað síðasta fimmtudag. Lögum samkvæmt er skilyrði fyrir úthlutuninni að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra stjórnmálaflokka sem styrkinn hljóta. Á heimasíðu ríkisendurskoðanda er hvergi að finna ársreikning Pírata.

Í samtali við Morgunblaðið segir Kristín Ólafsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Pírata, að ársreikningnum hafi verið skilað til ríkisendurskoðanda á fimmtudaginn, sama dag og styrknum var úthlutað, eftir athugasemdir við fyrri skil.

Að sögn Kristínar gleymdist að tilgreina hvort Píratar hefðu tekið á móti fjárframlögum frá lögaðilum, en svo er ekki, og að tilgreina hvaða félög væru ekki í samstæðunni. Segir hún að úr því hafi verið bætt við seinni skil.

Samkvæmt 5. gr. a. laga um starfsemi stjórnmálasamtaka er skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning viðkomandi stjórnmálasamtaka.

Kristín gat ekki staðfest hvort Pírötum hefði borist greiðsla úr ríkissjóði en samkvæmt tölvupósti sem henni barst frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hljóta Píratar styrk úr sjóðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert