Grísku meistararnir í vænlegri stöðu

Ögmundur Kristinsson gekk til liðs við Olympiacos frá Larissa í …
Ögmundur Kristinsson gekk til liðs við Olympiacos frá Larissa í sumar. Ljósmynd/Larissa

Ögmundur Kristinsson og liðsfélagar hans í Olympiacos eru í vænlegri stöðu eftir 2:0-sigur gegn Omonia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í 4. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í  Piraeus í Grikklandi í kvöld.

Mathieu Valbuena kom gríska liðinu yfir á 69. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Youssef El Arabo bætti við öðru marki Grikkjanna í uppbótartíma.

Ögmundur var ekki í leikmannahópi Olympiacos í kvöld en hann gekk til liðs við félagið frá Larissa fyrr í sumar.

Liðin mætast í síðari leik sínum hinn 29. september næstkomandi en sigurvegarinn í einvíginu fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan tapliðið fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert