Infantino endurkjörinn forseti FIFA

Gianni Infantino.
Gianni Infantino. AFP/William West

Svisslendingurinn Gianni Infantino hefur verið endurkjörinn forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til næstu fjögurra ára.

Infantino var kjörinn á 73. þingi stjórnar FIFA í Kigali-borg í Rúanda í dag. Var hann sjálfkjörinn þar sem enginn bauð sig fram á móti honum.

Infantino hefur verið forseti FIFA frá árinu 2016 og verið afar umdeildur í forsetatíð sinni.

Hefur hann til að mynda verið gagnrýndur fyrir að verja ákvörðun sambandsins að úthluta HM 2022 í knattspyrnu karla til Katars og að stuðla stöðugt að fjölgun leikja í keppnum á vegum þess, að því er virðist án þess að gefa velferð leikmanna nokkurn gaum.

„Til þeirra sem elska mig, og ég veit að þau eru mörg, og þeirra sem hata mig, þá elska ég ykkur öll,“ sagði Infantino meðal annars í ræðu sinni á þinginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka