Ari framlengdi í Víkinni

Ari Sigurpálsson í leik með Víkingi á síðasta tímabili.
Ari Sigurpálsson í leik með Víkingi á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Ari Sigurpálsson hefur skrifað undir árs framlengingu á samningi sínum við Víking úr Reykjavík. Nýi samningurinn rennur út í lok árs 2026.

Fyrri samningurinn gilti til loka tímabilsins 2025 en samkvæmt heimasíðu KSÍ er sá samningur nú úr gildi.

Ari er 19 ára gamall kantmaður sem var í stóru hlutverki hjá Víkingi á síðasta tímabili þar sem hann lék alla 27 leiki liðsins í deildinni og skoraði átta mörk.

Þá lék hann alla fimm leiki Víkings í Mjólkurbikarnum og skoraði tvö mörk, en liðið stóð þá uppi sem bikarmeistari í þriðja skiptið í röð.

Ari er alinn upp hjá HK en fór ungur að árum til Bologna á Ítalíu. Víkingur fékk hann svo til liðs við sig fyrir síðasta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert