Liverpool hafði betur í sex marka leik

Harvey Elliott var frábær í dag.
Harvey Elliott var frábær í dag. AFP/Darren Staples

Liverpool vann Tottenham, 4:2 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í skemmtilegum leik.

Liverpool fór vel af stað í fyrri hálfleik, voru flottir í pressu og sköpuðu mörg hættuleg færi og fengu dauðafæri strax á níundu mínútu.  Mohamed Salah komst inn á teiginn og skaut úr þröngu færi en Vicario sá við honum. Harvey Elliott náði frákastinu og þrumaði boltanum framhjá Vicario og á mitt markið en þar var Cristian Romero mættur og hreinsaði af marklínunni.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins stundarfjórðung. Það skora Salah sem var aftur mættur í byrjunarlið Liverpool en hann byrjaði síðasta leik liðsins á bekknum. 

Cody Gakpo keyrði inn á völlinn og sendi boltann á fjær þar sem Salah var aleinn og stangaði boltann í netið af stuttu færi.

Andrew Robertson skoraði annað mark leiksins sem kom á lokamínútu fyrri hálfleiks. Trent Alexander-Arnold sendi boltann á lofti inn í teig, Robertson tók hann niður, hefði getað skotið en sendi hann á Salah sem skaut en Vicario varði. Robertson var fljótur að átta sig, mætti á frákastið og potaði boltanum í netið.

Á 34. mínútu fór Gody Gakpo niður inn í vítateig Tottenham og Liverpool-menn vildu skiljanlega víti. Fengu það ekki en fengu í staðin skyndisókn í andlitið sem varð þó ekkert út, þeir unnu boltann aftur og mættu þrír á tvo en skot Salah fór framhjá.

Það tók Liverpool aðeins fimm mínútur til að skora í seinni hálfleik en þriðja mark þeirra skoraði Gakpo með skalla eftir fyrirgjöf frá Elliott.

Á 59. mínútu skoraði Elliott svo glæsilegt mark. Hann fékk boltann fyrir utan teiginn frá Salah undir pressu, kom sér fyrir beint fyrir framan markið og hamraði boltanum upp í samskeytin.

Harvey Elliott að fagna markinu og í bakgrunn eru Luiz …
Harvey Elliott að fagna markinu og í bakgrunn eru Luiz Días, Wataru Endo og Cody Gakpo í áfalli yfir þessu glæsilega marki. AFP/Darren Staples

Stuttu eftir fjórða mark Liverpool gerði Ange Postecoglou þrefalda skiptingu sem blés lífi í leikinn en þeir Richarlison, Oliver Skipp og James Maddisonkomu inn á.

Á 73. mínútu skorar svo Richarlison fyrsta mark Tottenham eftir fyrirgjöf frá Brennan Johnson. Virkilega flott sending og Richarlison þurfti ekki nema að leggja boltann í markið.

Richarlison lagði svo upp annað mark Tottenham á 77. Mínútu. Hann fékk sendingu þegar hann var með fullt af plássi inni í vítateig Liverpool og lagði hann í rólegheitum út á Son sem setti hann snirtilega í netið.

Á 80. mínútu fékk Liverpool fínt færi þegar Elliott sendi boltann fyrir og Gravenberch tók furðulegt hopp í loftinu og boltinn fór í jörðina og inn í teig. Micky Van de Ven gerði ekkert til þess að hreinsa og Salah sendir boltann utanfótar framhjá úr dauðafæri.

Viðbrögð Mohamed Salah þeghar hann klúðraði.
Viðbrögð Mohamed Salah þeghar hann klúðraði. AFP/Darren Staples

Liverpool er nú í þriðja sæti deildarinnar og allt þarf að fara úrskeiðis hjá Arsenal og Manchester City svo liðið eigi séns á titlinum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 4:2 Tottenham opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert