Sterk undiralda með eldpiparnum

Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn eins og hann kallar …
Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn eins og hann kallar sig, segir sífellt fleiri sækja í eldpiparinn. Ljósmynd/Hari

„Það er sterk undiralda með eldpiparnum á Íslandi. Nýjabrumið er farið og hér er að myndast kjarni af fólki sem vill fá svona vörur,“ segir Ívar Örn Hansen matreiðslurmaður. Ívar, sem kallar sig Helvítis kokkinn, hefur vakið athygli fyrir samnefnda sjónvarpsþætti sína en hann setti nýverið á markað línu af eldpiparsultum sem gerðar eru úr íslensku hráefni.

Ívar sækir fyrirmynd að sjónvarpsþáttum sínum til kanadíska kokksins Matty Matheson sem þykir með þeim líflegri. „Það er samt búið að tóna mig niður um svona sjö þrep frá honum,“ segir Ívar og hlær. Maturinn er fjölbreyttur en ef það ætti að lýsa honum í einu orði mætti kalla hann gauralegan. „Þetta gengur út á það sama, að elda mat sem okkur finnst góður og reyna að koma því frá okkur á hátt sem allir skilja. Ég miðla einhverju af minni reynslu úr matreiðsluheiminum og kenni trix úr atvinnulífseldhúsinu. Ég geri samt mistök eins og allir og þau eru bara sýnd með, það er ekkert klippt út.“

Fimm tegundir eru fáanlegar af Helvítis eldpiparsultunni.
Fimm tegundir eru fáanlegar af Helvítis eldpiparsultunni. Ljósmynd/Hari

Eldpiparsulturnar eru alfarið hugarfóstur Ívars og konu hans, Þóreyjar Hafliðadóttur margmiðlunarhönnuðar. „Í fyrrasumar var ég staddur í veiðihúsinu í Laxá í Mývatnssveit þar sem ég er reyndar líka staddur núna. Ég var að búa til allskonar sultur úr rabarbara og fleiru og konan spurði af hverju ég gerði aldrei sultur fyrir hana. Ég sagði að það væri erfitt því hún borðaði ekki sultur. Hún minnti þá á að hún borðaði chilisultur og sagðist endilega vilja fá græna chilisultu af því hún væri ekki til. Þannig fæddist þessi hugmynd. Sulturnar urðu bara svo helvíti góðar að við ákváðum að kýla á þetta.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert