Fleiri smit í röðum Juventus og landsliðsins

Federico Bernardeschi í landsleik Ítalíu og Litháen í síðustu viku.
Federico Bernardeschi í landsleik Ítalíu og Litháen í síðustu viku. AFP

Ítalíumeistarar Juventus eru komnir í meiri vandræði vegna kórónuveirusmita en félagið skýrði frá því í dag að þriðji leikmaðurinn hefði þar bæst í hópinn.

Fyrir helgi var greint frá því að Leonardo Bonucci og Merith Demiral væru með kórónuveiruna og nú hefur Federico Bernardeschi einnig greinst með hana.

Þeir Bonucci og Bernardeschi voru báðir með ítalska landsliðinu í síðustu viku og þar hefur veiran verið á sveimi því alls hafa nú sjö landsliðsmanna Ítala greinst með hana í kjölfar landsleikjanna. Hinir eru Alessandro Florenzi og Marco Veratti frá París SG, Salvatori Sirigu frá Torino, Vincenzo Grifo frá Freiburg og Alessio Cragno frá Cagliari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert