Menning

Laugalækjarskóli og Sæmundarskóli áfram í úrslit Skrekks

Kjartan Kjartansson skrifar
Úr atriði Laugalækjarskóla „Í öðru ljósi“.
Úr atriði Laugalækjarskóla „Í öðru ljósi“. Reykjavíkurborg

Atriði frá Laugalækjar- og Sæmundarskóla komust áfram í úrslit Skrekks á þriðja undanúrslitakvöldi hæfileikahátíðar skólar- og frístundasviðs Reykjavíkur í kvöld. Átta skólar keppa til úrslita mánudaginn 15. mars.

Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks fór fram í kvöld. Þá kepptu sex skólar: Klettaskóli, Dalskóli, Háteigsskóli, Laugalækjarskóli, Sæmundarskóli og Foldaskóli. Laugalækjaskóli komst áfram með atriðið „Í öðru ljósi“ og Sæmundarskóli með atriðið „Leitin að liðnum tímu“.

Átján grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár. Um 400 unglingar taka þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari, Rakel Björk Björnsdóttir leikkona, Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Ungmennaráði Samfés og Sif Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar.

Áður höfðu Ingunnarskóli, Seljaskóli, Hlíðaskóli og Langholtsskóli komist áfram í úrslitin. Dómnefnd velur tvo skóla til viðbótar til að keppa í úrslitunum á morgun.

„Leitin að liðnum tímum“, atriði Sæmundarskóla sem komst áfram í kvöld.Reykjavíkurborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×