Bjarni: Klopp elskar Origi mikið en notar hann ekki mikið

Í Vellinum í kvöld ræddu þeir Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, og sparkspekingarnir Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson um Divock Origi, sóknarmann Liverpool.

Origi hefur á löngum ferli hjá Liverpool átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í byrjunarliði Liverpool en hefur þrátt fyrir það verið gjarn á að nýta mínúturnar sínar vel, þar sem sigurmörk á ögurstundu hafa oftsinnis litið dagsins ljós.

Síðasta slíka kom á laugardag þegar Origi skoraði sigurmark Liverpool í 1:0 sigri gegn Wolverhamton Wanderers á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Eftir leikinn lýsti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Origi sem goðsögn og rifjaði Bjarni Þór það upp að hann hafi áður talað um hann sem goðsögn.

„Hann [Klopp] elskar hann [Origi] mjög mikið þrátt fyrir að nota hann ekki mikið en það er náttúrlega annað sem spilar inn í þar,“ sagði Bjarni Þór.

„En það er samt skrítið að hann hafi ekki notað hann meira af því að þeir hafa alveg verið í basli með meiðsli á framherjunum og svona,“ sagði Gylfi þá.

Umræðuna um Origi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert