Fjögurra marka tap í Finnlandi

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Theodór Ingi Óskarsson og Stígur Diljan Þórðarson skoruðu mörk íslenska U15-ára landsliðs pilta í knattspyrnu þegar liðið tapaði 2:6-gegn Finnlandi í vináttuleik ytra í dag.

Theodór Ingi Óskarsson kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu leiksins eftir að íslensku liðið hafði brennt af vítaspyrnu. Finnar skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum um miðjan fyrri hálfleik og tóku forystuna. Þeir bættu svo þriðja markinu við á 38. mínútu og staðan því 3:1 í hálfleik.

Finnar skoruðu næstu tvö mörk leiksins, en Stígur Diljan Þórðarson minnkaði muninn í 2-5 á 90. mínútu. Finnar bættu svo við einu marki í uppbótartíma og 2-6 tap Íslands því staðreynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert