Bjartsýn á að sáttir náist í dag

Komi til verkfalls á fimmtudaginn mun það hafa veruleg áhrif …
Komi til verkfalls á fimmtudaginn mun það hafa veruleg áhrif á farþega sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Já, við leyfum okkur alltaf að vera bjartsýn þegar boðað er til svona fundar og það er bara vonandi að það sé kominn annar tónn í viðræðurnar.“

Þetta segir Unnar Örn Ólafsson, formaður fé­lags flug­mála­starfs­manna (FFR), spurður í samtali við mbl.is í morgun hvort búast megi við að samkomulag náist á sáttafundi sem ríkissáttasemjari hefur boðað til í deilu Sameyki, stéttarfélags í almannaþjónustu og félags flugmálastarfsmanna ríkisins, klukkan 12 í Karphúsinu.

Bíða og sjá hvernig fundurinn fer

Að öllu óbreyttu munu aðgerðir hefjast á Keflavíkurflugvelli síðdegis á fimmtudaginn, þann 9. maí, en Unnar sagði í viðtali við mbl.is fyrr í vikunni að kjaraviðræður starfs­manna strönduðu ekki á launalið viðræðna. Hins veg­ar væru sér­tæk atriði á borð við rétt­indi í fæðing­ar­or­lofi og greiðslur fyr­ir auka­vakt­ir sem væru bit­bein viðsemj­enda.

Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR.
Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Ljósmynd/Aðsend

Inntur í morgun eftir því hvort hann sé bjartsýnn á að ekki komi til verkfalls á fimmtudaginn segir Unnar of snemmt að segja til um það. 

„Nú hef ég ekkert heyrt í SA síðan fyrir viku síðan þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig fundurinn fer.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert