Innlent

Leitin að Modestas stendur enn yfir

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Modestas Antanavicius
Modestas Antanavicius Lögreglan

Enn hefur ekkert spurst til Modestas Antanavicius, en síðast var vitað af ferðum hans þann 7.janúar síðastliðinn.

Í tilkynningu sem Lögreglan á Vesturlandi birti á Facebook fyrr í dag kemur fram að Modestas sé enn saknað.

Björgunarsveitir og lögreglan á Vesturlandi með aðstoð Landhelgisgæslunnar eru enn að leita þegar leitarskilyrði eru fyrir hendi.

Þeir sem telja sig hafa orðið vara við hann eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 4440300 eða í síma 112.

Þann 14.janúar síðastliðinn tóku hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu þátt í umfangsmikilli leit að Modestas. Notast var við þyrlu, fjölmarga dróna og fjórtán leitarhunda.

„Við höfum verið að fá smotterísábendingar, fólk sem segist hafa séð eitthvað. Þá höfum við farið og tékkað á því. En það hefur ekkert komið út úr því. Við erum svolítið „stopp,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi í samtali við Vísi þann 17. janúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Engin skipulögð leit að Modestas

Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar.

Um­fangs­minni leit í dag og engar vís­bendingar hafa borist

Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. 

Hætta leit í dag

Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag.

Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir

Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×